29. júní 2006

Sumarfrí

Nú er ég búin að vera í tvær vikur í sumarfríi frá kennslu.
Fyrst var það ein vika á Mallorka og daginn eftir að ég kom að utan brunaði ég beint á Skagann til að vera með Sigurbergi á fótboltamóti. Þar gisti ég eina nótt í skólastofunni með strákunum í Njarðvíkurliðinu. Á laugardaginn héldum við svo uppá 70 ára afmælið hans tengdapabba og það var svo gaman. Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar komu í veisluna og sungu nokkur lög, þau eru bara frábær. Ég var reyndar rosalega lasin vegna frjókornaofnæmisins akkúrat þetta kvöld, hélt að frjótíminn væri liðinn. Ekkert smá svekkt því ég var búin að vera svo góð á Mallorka og Akranesi en um leið og ég kom til Reykjavíkur þá helltist ofnæmið yfir mig.
1.júlí ætlum við að skjótast í (2 sinnum 50 ára) afmæli vestur á Ísafjörð og 7.júlí förum við austur að Kirkjubæjarklaustri á ættarmót. Ég ætla svo að fara upp í sumarbústað eftir miðjan júlí þá ætti ég að geta verið þar án þess að eiga á hættu að enda á sjúkrahúsi vegna ofnæmisins.
Annars er ég að lesa aftur bókina Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn eftir Robin Sharma. mér finnst hún alveg æðisleg. Fær mann til að pæla svolítið í hvernig lífi maður vill lifa.
Kveðja Inga