17. maí 2006

Hvað er framundan?

Jæja þá er knattspyrnutímabilið loksins hafið. Blikarnir unnu Val í sínum fyrsta leik í deildinni, og svo voru þrír valdir í lið fyrstu umferðarinnar og Stigh var maður umferðarinnar hjá fréttablaðinu. Bara gott mál.
Ég er búin að kaupa miða á Bubba tónleikana 06.06.06 og hlakka mikið til. Við förum öll systkinin og makar og svo fá Bryndís og Brynja að fljóta með.
Verið er að plana hvernig sumarið verður notað í ferðalög; spánn, Liverpool, Arnarhóll, Neskaupsstaður, Kirkjubæjarklaustur og vonandi eitthvað meira.
Ég hef ekki verið eins góð af frjókornaofnæminu núna og sl. 7 ár eða eftir að ég fékk þennan óþverra. Ég þakka því að vera komin aftur í sjávarloftið hér suður með sjó. Ég ætla ekki uppí bústað fyrr en í lok júní því þá er birkifrjókorna tímabili nánast lokið. Mosfellsbær er fallegasti bærinn á landindu en bara frjókornapittur og það var að drepa mig þegar ég bjó þar.
Kv Inga