Jæja þá er knattspyrnutímabilið loksins hafið. Blikarnir unnu Val í sínum fyrsta leik í deildinni, og svo voru þrír valdir í lið fyrstu umferðarinnar og Stigh var maður umferðarinnar hjá fréttablaðinu. Bara gott mál.
Ég er búin að kaupa miða á Bubba tónleikana 06.06.06 og hlakka mikið til. Við förum öll systkinin og makar og svo fá Bryndís og Brynja að fljóta með.
Verið er að plana hvernig sumarið verður notað í ferðalög; spánn, Liverpool, Arnarhóll, Neskaupsstaður, Kirkjubæjarklaustur og vonandi eitthvað meira.
Ég hef ekki verið eins góð af frjókornaofnæminu núna og sl. 7 ár eða eftir að ég fékk þennan óþverra. Ég þakka því að vera komin aftur í sjávarloftið hér suður með sjó. Ég ætla ekki uppí bústað fyrr en í lok júní því þá er birkifrjókorna tímabili nánast lokið. Mosfellsbær er fallegasti bærinn á landindu en bara frjókornapittur og það var að drepa mig þegar ég bjó þar.
Kv Inga
17. maí 2006
Súpa -
Fyrir 6 og tekur 30 mín
3 msk matarolía
600 gr. magurt nautahakk
2 msk saxaður jalapenópipar fæst niðursoðinn
1 saxaður stór laukur
2 dósir niðursoðnir tómatar diced
7 dl. Nautakraftur (2 teningar vatn)
1 tsk cuminduft
1tsk chiliduft eða cyenapipar
1 tsk salt
1 tsk sykur
1 dós nýrnabaunir
150 gr. Rifinn búri eða maribó
1 dós sýrður rjómi
Nachos eða tortillaflögur
Hita olíu í potti og brúna hakkið í nokkrar mínútur. Bætið piparnum og lauknum og látið krauma þar til laukurinn fer að mýkjast. Bæta tómötunum í og sykri soði og kryddi. Sjóðið í 15 mín. Sigtið safann frá baununum (hent) og bætið þeim að lokum út í. Hræra varlega á meðan þær hitna. Setja súpuna í skálar og strá rifnum osti yfir og berið sýrðan rjóma með ásamt flögunum.
Ætla að prófa þessa í kvöld : ) þarf ekki einu sinni að fara út í búð
Kv Inga
3 msk matarolía
600 gr. magurt nautahakk
2 msk saxaður jalapenópipar fæst niðursoðinn
1 saxaður stór laukur
2 dósir niðursoðnir tómatar diced
7 dl. Nautakraftur (2 teningar vatn)
1 tsk cuminduft
1tsk chiliduft eða cyenapipar
1 tsk salt
1 tsk sykur
1 dós nýrnabaunir
150 gr. Rifinn búri eða maribó
1 dós sýrður rjómi
Nachos eða tortillaflögur
Hita olíu í potti og brúna hakkið í nokkrar mínútur. Bætið piparnum og lauknum og látið krauma þar til laukurinn fer að mýkjast. Bæta tómötunum í og sykri soði og kryddi. Sjóðið í 15 mín. Sigtið safann frá baununum (hent) og bætið þeim að lokum út í. Hræra varlega á meðan þær hitna. Setja súpuna í skálar og strá rifnum osti yfir og berið sýrðan rjóma með ásamt flögunum.
Ætla að prófa þessa í kvöld : ) þarf ekki einu sinni að fara út í búð
Kv Inga
5. maí 2006
Mallorca í júní
Jæja þegar ég byrja að blogga þá koma alltaf nokkrar færslur í röð. Ég og mamma keyptum okkur ferð til Mallorka og tökum Sigurberg (7.ára) með. Hann hefur líka verið að kvarta undan miklu óréttlæti í fjölskyldunni, það eru allir búnir að fara til útlanda nema hann eftir að við fluttum til Njarðvíkur. Ekkert smá ósanngjarnt, þannig að nú er hann farinn að telja niður dagana.
Ingigerður Kveður
Ingigerður Kveður
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)