23. júní 2008
Hópsnesganga
Ég, mamma og Sigurbergur skelltum okkur í göngu með Nanný (Rannveig Garðarsdóttir) um Hópsnes. Nanný skipuleggur gönguferðir í sumar um Reykjanesið. Farið er frá SBK á miðvikudögum kl.19:00.
Mamma og pabbi voru mjög dugleg að fara með okkur systkinin á Reykjanesfólksvanginn þegar við vorum að alast upp, en ég man ekki eftir að hafa farið Hópsnesið áður.
Sigurbergi fannst mjög tilkomumikið að sjá skipsflökin sem höfðu kastast upp í fjöruna af miklu afli.
22. júní 2008
mamma mamma
Vinna og veislur
Aldarminning um ömmu mína Sigríði Sesselju Hafliðadóttir. Hún fæddist 17. júní 1908 og lést 1984.
Það var mjög vel mætt af stórfjölskyldunni í kaffisamsæti sem haldið var í minningu hennar. Lagður var krans á leiði hennar og afa, Einars Ögmundssonar.
Sigurbergur Bjarnason, 9.ára.
Hrefnu og Gutta dætur: Alma, Soffía, Harpa, Sibba og Elfa Hrund.
Hafsteins börn; Ómar, Hafdís og Katý. Gerða er einnig á myndinni.
Hafsteins börn; Ómar, Hafdís og Katý. Gerða er einnig á myndinni.
Smá yfirlit yfir liðnar vikur.
Lauk við 30 einingar í HÍ og næsta mál er meistararitgerð í viðskiptasiðfræði, stefni að útskrift eftir næstu önn.
Ég er farinn að vinna hjá VF-Víkurfréttum sem blaðamaður og ljósmyndari. Mjög sérstakt starf, fjölbreytt og áhugavert.
Í gær vorum við Bjarni viðstödd brúðkaup í Mosó, Inga Elín og Tóti voru að gifta sig. Inga var búin að gera skrautskrifað glerlistaverk fyrir hvern og einn og allir kaffibollarnir voru eftir hana. Hún er ótrúleg þessi kona. Margar skemmtilegar ræður voru fluttar undir borðhaldi. Gestirnir voru eitthvað á annað hundrað og dönsuðu síðan fram á nótt.
Njáll vinur okkar átti stórafmæli 7 júní og bauð í glæsiveislu, við hjónin vorum svo grand að við gistum á Hótel Loftleiðum til að geta tekið þátt í gleðskapnum fram undir morgun.
Við mæðginin erum á leið til Vestmannaeyja á shellmót nú í vikunni með UMFN.
Bláa lónið er stundað grimmt af fjölskyldumeðlimum. Í dag vorum við í nokkra klukkutíma og nutum veðurblíðunnar.
kv IngaS
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)