27. desember 2007
Þriðji í jólum
Jólahátíðin gengin í garð, allt mjög hefðbundið og ljúft. Jólasnjórinn setur fallegan svip á bæinn og er mjög jólalegt um að litast.
Á aðfangadag fór Bjarni í bæinn með krakkana að útdeila pökkum og kasta kveðju á fólkið sitt. Við vorum síðan öll mætt til mömmu og pabba ásamt Siggu sys rétt fyrir klukkan sex. Mamma var með humarsúpu og hamborgarahrygg og í eftirrétt var möndlugrautur með hindberjasósu. Pakkaflóðið í stofunni var þvílíkt og var Sigurbergur í því hlutverki að lesa á pakkana ásamt afa sínum.
Við fórum til Reykjavíkur um tíu leytið og vorum með tengdafjölskyldunni fram yfir miðnætti.
Á jóladag var messa kl. tvö og jólaboð hér heima kl. þrjú. Mamma og pabbi voru með boðið þetta árið fyrir Heiðartúnsfjölskylduna og ákváðum við að hafa það hér í Lágmóanum. Við vorum 43 í boðinu þetta árið, það eru svo margir í útlöndum þessi jól. Jólaboðið tókst mjög vel við dönsuðum öll í kringum stóra jólatréð því það var svo mikið pláss í stofunni. Svo kom jólasveinn í heimsókn og gaf krökkunum nammi poka. Síðustu gestirnir fóru þegar klukkan var langt gengin í tíu.
Annar í jólum var hefðbundinn, það var farið í jólagöngu. Þetta árið var gengið frá Fitjum í Njarðvík að Bláa Lóninu og síðan fór allur hópurinn í Lónið. Við vorum 15 sem gengum þessi jól. Veðrið var frábært eins og alltaf á annan í jólum. Dagurinn endaði svo í jólaboði í Reykjavík og við komum heim seint í gær.
Í dag ætlum við að borða soðna ýsu og kartöflur sem verður góð tilbreyting frá öllu kjötátinu.
Strax erum við farin að telja niður dagana til Gamlárskvölds.
19. desember 2007
Ítölskunám og Maó
Það er nú meiri lúxusinn að vera námsmaður og húsmóðir. Búin að senda öll jólkort (80+), pakka inn jólagjöfunum, baka Sörur og tertur (með mömmu) og nú er bara beðið eftir jólunum.
Ég er að lesa Maó, Sagan sem aldrei var sögð og er að læra Ítölsku (5 orð á dag). Verður gaman að kunna smá þegar við förum til Madonna í vetur.
Ég er að lesa Maó, Sagan sem aldrei var sögð og er að læra Ítölsku (5 orð á dag). Verður gaman að kunna smá þegar við förum til Madonna í vetur.
Dýr pakki til Ameríku
Fór á pósthúsið í gær með jólakortin og pakka handa fjölskyldunni í Ameríku.
Ég setti íslenskt nammi, bókina hans Oddgeirs Karls og íslenska brennivín í pakkann, eitthvað sem að veit að fellur í kramið.
Pakkinn vó um 4.kg. og kostaði 5.600 kr. að senda hann. Mér varð á orði að þetta væri nú ekki ódýrt. Þá sagði starfstúlkan þessa yndislegu setningu.... "Já þetta er rosalega dýrt það er miklu sniðugara að gefa fólki bara pening". Þetta var vel meint hjá henni og kæmi örugglega námsmönnum vel eða eitthvað svoleiðis. En málið var að ég var að senda amerískum milljónamæringum á feitum eftirlaunum smá glaðning frá Íslandi. Það hefði líklega ekki glatt þau ef ég hefði lagt 10.000 kr inná reikninginn þeirra. En þetta lítilræði sem ég setti í kassann gleður þau sem og myndir og handskrifað bréf með fréttum af fólkinu hér heima.
Ég setti íslenskt nammi, bókina hans Oddgeirs Karls og íslenska brennivín í pakkann, eitthvað sem að veit að fellur í kramið.
Pakkinn vó um 4.kg. og kostaði 5.600 kr. að senda hann. Mér varð á orði að þetta væri nú ekki ódýrt. Þá sagði starfstúlkan þessa yndislegu setningu.... "Já þetta er rosalega dýrt það er miklu sniðugara að gefa fólki bara pening". Þetta var vel meint hjá henni og kæmi örugglega námsmönnum vel eða eitthvað svoleiðis. En málið var að ég var að senda amerískum milljónamæringum á feitum eftirlaunum smá glaðning frá Íslandi. Það hefði líklega ekki glatt þau ef ég hefði lagt 10.000 kr inná reikninginn þeirra. En þetta lítilræði sem ég setti í kassann gleður þau sem og myndir og handskrifað bréf með fréttum af fólkinu hér heima.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)