En Marvin og Diana hringdu í gær og eru á leið til Íslands í maí. Ég bjó hjá þeim í eitt ár þegar ég var skiptinemi fyrir 20 árum. Þau hafa komið tvisvar sinnum, í seinna skiptið var það yfir helgi til að vera í brúðkaupinu okkar hjóna. Núna ætla þau að koma með Hönnu elsta barnabarnið sem er 18.ára.
Ég er búin að fara í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins, þar sem ég er byrjuð að starfa með Njarðvíkingi þá lá það beint við að skella sér í Stjórnmálaskólann og sé ég ekki eftir því. Skólasystkini mín úr skólanum eru svo dugleg. Þau eru strax búin að skipuleggja endurfundi sem verða í næstu viku.
Ég er farin að selja Friendtex föt, ég og heimakynningar. Ég kem sjálfri mér sífellt á óvart. Sá auglýsingu í mogganum að það vantaði sölumann á Suðurnesin og ég sótti bara um og fékk : )
Þetta er búið að vers svo ferlega gaman, hitta skemmtilegar konur og selja þeim falleg föt.
Svo er það bara háskólinn í haust, ætla að taka mér frí frá kennslunni og hlakka mikið til að víkka sjóndeildahringinn. Var að lesa um starfstengda siðfræði, leist bara vel á það, en hver veit.
Stelpurnar mínar eru núna báðar í FS, gamla skólanum okkar Bjarna. Bryndís lauk einni önn í Kvennaskólanum, ætli hún hafi ekki bara saknað Brynju sinnar.
Sigurbergur er að æfa bæði körfubolta og fótbolta, hann er nýorðin átta ára og fékk svakalega afmælisveislu á sunnudaginn. Það voru 39 gestir í afmælinu, þetta var eins og fermingaveisla.