3. janúar 2015

Tímamót 2014-2015


Nanjing 2014 og fleira skemmtilegt.

2014 ár mikilla tímamóta eins og mörg önnur ár.

Janúar - Ég varð 45 ára og hélt upp á daginn með nánustu fjölskyldu heima í Lágmóanum. Hélt áfram að kenna í FS og að sitja ýmsa fundi sem ég hafði tekið að mér að mæta á og ýmist sem stjórnandi eða þátttakandi. Ég keypti árskort í ræktina en mætingin varð arfaslök svo vægt sé til orða tekið.

Febrúar - Þá varð einkasonurinn 15 ára. Hann stundaði nám í Njarðvíkurskól og æfði fótbolta  með Keflavík af miklum móð. Inn á milli æfinga skaust hann til Akureyar til að dvelja hjá föður sínum og mæta á enn fleiri æfingar. Og síðan var hann  valinn í úrtakshóp  U16 ára landsliðsin. Öllum til mikillar gleði.

Mars - Ferming í fjölskyldunni. Stjúpsonur litlu systur fermdist og fjölskyldan átti góðan dag með fermingarbarninu. 


Sigurbergur fór í æfingaferð til Spánar með meistaraflokki KA. Ég hélt áfram að mæta á fundi hjá FFGÍR, FFR, ÍRB og að ógleymdum Bæjarstjórnarfundum.


Ég fékk leigjendur að Lágmóanum og fékk góða aðstoð við að selja, henda og flytja alla búslóðina á nokkrum dögum.  
Ég flutti á æskuheimilið og þar búa nú fjórar kynslóðir í sátt og samlyndi. 


Stefnan er að flytja aftur í Lágmóann 2016 eða selja það og minnka við mig. 

Tíminn mun leiða í ljós hvað hentugt verður að gera og hvar ég vil vera.


Apríl - Ferming í fjölskyldunni. Bróðurdóttir mín fermdist og enn átti fjölskyldan saman yndislegan dag með fermingarbarninu.
Við komum okkur vel fyrir á Holtsgötunni og enginn var eins ánægður og Ferguson sem fékk mjög mikla athygli.



Maí - Tók áskorun að halda áfram í pólitíkinni. Fór á fullt í kosningaslag sem við því miður töpuðum.
Er varabæjarfulltrúi og aðalmaður í fjölskyldu- og félagsráði Reykjanesbæjar 2014-2018. 



Tók áskorun að vera formaður ÍRB og var kjörin til eins árs á ársþingi ÍRB, 


Sótti um sumarvinnu og fékk hjá ISAVIA í vopnaeftirlitinu, 61% starf á kvöldvöktum. Var prófstjóri FS í vorprófunum.

Júní - Í júní byrjaði ég í sumarvinnu hjá ISAVIA í flugstöðinni. Fín vinna, kynntist skemmtilegu fólki á öllum aldri. Golfið var stundað af miklum móð.


Júlí - Fjölskylduútilegan stendur upp, fórum að Þórisvatni.Sigurbergur valinn í hópinn til að keppa á Olympíuleikum Unga fólksins. Var dugleg að mæta á golfvöllinn.

Ágúst - Tólf dagar í Kína. Frábær ferð með góðum vinum til að horfa á strákana keppa í knattspyrnu. Sigurbergur byrjaði í 10.bekk og Jökull ömmuprinsinn í 1.bekk í Njarðvíkurskóla.


September - kennsla og fundir.  Dæturnar urðu 24 ára. Fjögur ár síðan mamma lést. 


Hætti í sumarvinnunni í lok september. 
Sigurbergur valinn varnarmaður Keflavíkur í unglingaflokki. 




Október - kennsla og fundir. Gott að vera aðeins í 100 % vinnu. Sigga og Hleiðar giftu sig með pomp og prakt. Frábær dagur með þeim, fjölskyldu og vinum. 

Sigurbergur skrifar undir leikmannasamning við Keflavík.



Nóvember - kennsla og fundir. Jökull varð 6 ára. Loksins, hann var búin að bíða eftir því mjög lengi.


Desember - Bauð börnum og barnabarni í aðventuverð til Köpen. Keyptum árskort í Tívolí svo við þurfum endilega að skella okkur út 2015. Dásamleg ferð sem gleymist seint. 


Ég hélt jólin hátíðleg með börnunum og pabba. Gamla árið var síðan kvatt með pabba, tveimur systkinum mínum og þeirra fjölskyldum, 
Ég afgreiddi ágætlega nokkur stór verkefni í desember en það voru m.a. prófstjórnin og hátíð í Íþróttahúsinu í Njarðvík þar sem íþróttamenn voru heiðraðir. 


2015 er frekar fyrirsjáanlegt. Ég er með árskort í Bláa Lóninu, félagsmaður í GS og  með klippikort í Yoga. Þarf að fara reglulega út að ganga með hundinn því aðalgöngufélagi Ferguson er að fara til Kanarý í nokkrar vikur. Ég ætla að kenna í FS og vera með nokkra vinahópa fyrir nemendur sem þess óska. Ég ætla að vera dugleg að rækta vináttu og styrka þau bönd enn frekar. 
Dæturnar stefna á útskrift úr HA og sonurinn útskrifast úr Njarðvíkurskóla. 

Framundan eru svo bæjarstjórnarfundir en ég er 1.varamaður Sjálfstæðisflokksins.  Ég verð áfram áheyrnarfulltrúi á ÍTR fundum sem formaður ÍRB. Ég verð eitthvað á FRÆ fundum sem formaður FFGíR. Ég er aðalmaður á FFR fundum og í áfrýjunarnefnd. Ég stjórna FFGÍR fundunum og ÍRB fundum sem haldnir eru einu sinni í mánuði. 

Fullt af skemmtilegum verkefnum og áskorunum framundan á þessu ári. 

Tek fagnandi mót 2015.








23. júní 2008

Hópsnesganga





Ég, mamma og Sigurbergur skelltum okkur í göngu með Nanný (Rannveig Garðarsdóttir) um Hópsnes. Nanný skipuleggur gönguferðir í sumar um Reykjanesið. Farið er frá SBK á miðvikudögum kl.19:00.

Mamma og pabbi voru mjög dugleg að fara með okkur systkinin á Reykjanesfólksvanginn þegar við vorum að alast upp, en ég man ekki eftir að hafa farið Hópsnesið áður.
Sigurbergi fannst mjög tilkomumikið að sjá skipsflökin sem höfðu kastast upp í fjöruna af miklu afli.

22. júní 2008

mamma mamma


Mæður, systur og dætur fóru saman á mamma mamma í Hafnarfjarðarleikhúsinu í lok maí. Mamma bauð okkur dætrum sínum (mér og Siggu) og dótturdætrum (Bryndís og Brynja) á leikritið mammamamma.
Það var bæði hlegið og grátið, frábært leikrit.

Vinna og veislur











Aldarminning um ömmu mína Sigríði Sesselju Hafliðadóttir. Hún fæddist 17. júní 1908 og lést 1984.
Það var mjög vel mætt af stórfjölskyldunni í kaffisamsæti sem haldið var í minningu hennar. Lagður var krans á leiði hennar og afa, Einars Ögmundssonar.



















Sigurbergur Bjarnason, 9.ára.

Bryndís og Brynja 17.ára-(18 í sept).

Systkinin; Hanna, Erna, pabbi (sæmi), Sólmundur og Trausti.

Hrefnu og Gutta dætur: Alma, Soffía, Harpa, Sibba og Elfa Hrund.


Hafsteins börn; Ómar, Hafdís og Katý. Gerða er einnig á myndinni.


Smá yfirlit yfir liðnar vikur.
Lauk við 30 einingar í HÍ og næsta mál er meistararitgerð í viðskiptasiðfræði, stefni að útskrift eftir næstu önn.
Ég er farinn að vinna hjá VF-Víkurfréttum sem blaðamaður og ljósmyndari. Mjög sérstakt starf, fjölbreytt og áhugavert.
Í gær vorum við Bjarni viðstödd brúðkaup í Mosó, Inga Elín og Tóti voru að gifta sig. Inga var búin að gera skrautskrifað glerlistaverk fyrir hvern og einn og allir kaffibollarnir voru eftir hana. Hún er ótrúleg þessi kona. Margar skemmtilegar ræður voru fluttar undir borðhaldi. Gestirnir voru eitthvað á annað hundrað og dönsuðu síðan fram á nótt.
Njáll vinur okkar átti stórafmæli 7 júní og bauð í glæsiveislu, við hjónin vorum svo grand að við gistum á Hótel Loftleiðum til að geta tekið þátt í gleðskapnum fram undir morgun.
Við mæðginin erum á leið til Vestmannaeyja á shellmót nú í vikunni með UMFN.
Bláa lónið er stundað grimmt af fjölskyldumeðlimum. Í dag vorum við í nokkra klukkutíma og nutum veðurblíðunnar.

kv IngaS