28. janúar 2008
Ítalíuferðin vel heppnuð
Við hjónin fórum til Ítalíu í skíðaferð með tvö af þremur börnum okkar. Því miður komst önnur dóttir okkar ekki með í þetta sinn. Við ætlum aftur á þennan frábæra stað sem heitir Madonna Di Campiglio og er lítið þorp í 1500 m hæð.
Sigurbergur (8 að verða 9) fór í einkakennsla sitthvorn daginn í tvo tíma í senn og var eftir það fær í flestan sjó. Hann fór á brettinu sínu í allar brekkur bláar, rauðar og svartar og fylgdi okkur eftir.
Annars erum við búin að fara á þorrablót ungmannafélagsins í Stapanum sl. föstudagskvöld. Við fórum 24 saman úr fjölskyldunni og vorum með tvö stór borð. Á laugardaginn var matarklúbbur og boðið var í Hafnarfirði en við erum næst með boð hér heima í apríl eða maí.
Ég ætla að halda áfram í náminu og er aftur í 15 einingum, núna er ég í þremur fögum sem öll tengjast siðfræði. Inngangur að siðfræði, viðskiptasiðfræði og starfstengd siðfræði.
Dæturnar eru enn í FS og Sigurbergur var að byrja í Lúðrasveit í dag og er þvílíkt spenntur, fannst alveg rosalega gaman á fyrstu æfingunni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)