Jæja þá skelli ég einu stuttu bloggi hér inn. Er ekki mikill bloggari en kannski verð ég einhverntíma háð þessu. Aldrei að vita.
Fyrsti skóladagurinn er í dag og ég er búin að hitta alla krakkana sem ég kenni í vetur. Ég verð með 3 hópa í stærðrfæði 8, 9 og 10. Svo verð ég með lífsleikni í sömu árgöngum.
Bryndís er byrjuð í Kvennó og Brynja í gamla skólanum mínum FS. Sigurbergur er svo í 2.bekk í Njarðvíkurskóla.
Sumarið er búið að vera mjög sérstakt að mörgu leiti, hápunkturinn var Mallorca ferðin með mömmu og frænku. Fór í tvær svaka skemmtilegar veislur í sumar. Brúðkaup á Geisi í Haukadal og 50.ára afmæli á Ísafirði.
Draumurinn hans Bjarna rættist og hann er komin með listaverk af Norðfirði fyrir utan eldhúsgluggann og 13 sinnum 6 metra gervigrasvöll á lóðina. Nú á bara eftir að græja sundlaugina og gera fínt fyrir framan húsið.
Ljósanótt er eftir tíu daga og verður þá mikið fjör í Reykjanesbæ.
Kveðja Inga